Hafístilkynningar síðustu 30 daga

25. mar. 2024 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglamynd (blanda af innrauðu og sýnilegu ljósi) frá því um hádegi í dag, mán. 25. mars 2024.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 74 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spár gera ráð fyrir að norðaustanátt verði allsráðandi á Grænlandssundi þessa viku og vindur ætti því ekki að að færa ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. mar. 2024 16:21 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís jaðarinn er vel pakkaður uppað aðalísnum og lítiuð um spangir enda þéttir norðaustanáttin ísnum uppað þétta samfrosna ísnum.
Ísjaðarinn er í um 75 sjómílna fjarlægð NV af Kóp.
Fáar gervitunglamyndir eru í boði og er óvissa um nyrðri hluta ísjaðarsins.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. mar. 2024 11:24 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn er næst landi 75 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og því ætti vindur ekki að færa ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. mar. 2024 15:45 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn er næst landi 59 sjómílur norðvestur af Kópi. Næstu vikuna verður norðaustanátt ríkjandi á svæðinu og því ætti hafísjaðarinn ekki að færast nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica