Varasamar snjóflóðaaðstæður til fjalla

Undanfarna daga hefur bætt á snjó í norðaustan átt og éljagangi og er gert ráð fyrir áþekku veðri næstu daga og fram yfir helgi. Þessi nýji snjór hefur safnast fyrir í mjúka vindfleka og virðist vera óstöðugur víða. Mörg náttúruleg … Lesa meira

Snjógryfja, Leiningssúlur Siglufirði 28.mars

Lagskiptur vindfleki/nýsnævi ofaná hjarni. Brot kom inn í nýja snjónum sem gæti verið þykkari undir fjallseggjum. Einnig kom brot neðar og inní gamla snjónum við talsvert álag og ólíklegt að flóð fari á þeim veukleikum.

Snjógryfja Súlum 27.mars

Gryfja sýndi lagskiptan vindfleka. Stöðuglekapróf sýndi ekki áberandi veikleika en kantað lag við lagmót hjarns og vindfleka.

Snjóflóðaaðstæður á landinu

Norðurland Talsverður nýr snjór er á Norðurlandi og þykka vindfleka er að finna í öllum viðhorfum. Gryfja frá Illviðrishnjúki við Siglufjörð í dag sýndi aftur veikleika milli nýja snjósins og gamals hjarns þar sem samþjöppunarpróf gefur slétt brot við miðlungsálag. … Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica