Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Snjóþekjan hefur styrkst í hlýindum síðustu viku. Um síðustu helgi kólnaði og snjóaði austan og norðaustanlands og í vikunni hefur svolítið bætt á snjó til fjalla í éljagangi norðanlands. Víða gætu verið gamlar hengju sem eru varasamar. Nýi snjórinn norðan-, austan- og norðaustanlands getur verið varasamur. Ekki hafa borist fréttir af flóðum síðustu daga. Gert er ráð fyrir snjókomu til fjalla á norðanverðum Vestfjörðum á fimmtudagskvöld og á Mið-Norðurlandi aðfaranótt laugardags og víða á landinu siðdegis á sunnudags og fyrri hluta mánudags.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 26. apr. 16:49

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Nokkur hætta

Frost og þíða til skiptis uppá fjallatoppa síðustu viku og eldri snjór er talinn stöðugur. Hengjur gætu hrunið. Spáð er nokkurri snjókomu til fjalla á fimmtudagskvöld.
Gildir frá: 25. apr. 16:00 - Gildir til: 27. apr. 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Nokkur hætta

Snjór sem fyrir er talin stöðugur. Lítils háttar nýsnævi til fjalla. Lagmót við nýsnævi gætu verið varasöm. Hengjur gætu hrunið. Spáð er nokkurri snjókomu til fjalla aðfaranótt laugardags.
Gildir frá: 25. apr. 16:00 - Gildir til: 27. apr. 16:00

Austfirðir

Nokkur hætta

Snjór sem fyrir er talin stöðugur. Aðfaranótt sunnudags snjóaði nokkuð. Lagmót við nýsnævi gætu verið varasöm. Hengjur gætu hrunið.
Gildir frá: 25. apr. 16:00 - Gildir til: 27. apr. 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Norðaustlæg átt 5-13 m/s, hvassast norðvestantil en austlægari á morgun, fimmtudag, og heldur hægari. Rigning með köflum um sunnanvert landið, og dálítil él fyrir norðan. Það dregur úr éljagangi á fimmtudag, en bætir í úrkomu SV-til á fimmtudagskvöld og aðfaranótt föstudags, sem fellur sem snjókoma til fjalla um landið NV-vert. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast sunnanlands, en víða næturfrost, einkum norðantil. Á föstudag: Norðaustan 5-10 m/s á Vestfjörðum en annars breytileg átt 3-10 m/s. Dálítil rigning eða slydda en skýjað og yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast syðst. Á laugardag: Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, stöku skúrir eða él um landið A-vert, snjókoma til fjalla á miðnorðurlandi aðfaranótt laugardags, en víða bjartviðri vestantil. Hiti 0 til 9 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands. Á sunnudag: Ákveðin sunnanátt með úrkomu víða á landinu, sem getur fallið sem snjór til fjalla á Vestfjörðum og Norðurlandi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 26. apr. 16:50


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica