Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Töluvert af snjóflóðum vestan í öllum Bláfjallahryggnum í áhlaupinu á miðvikudag. Nýsnævi vestantil á landinu gæti hreyfst í hlákunni fram á laugardag og krapahætta jafnvel orðið í lækjum um allt land.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 23. feb. 15:21

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Töluverð hætta

Á fimmtudag bætti lítillega á snjó í S-SV hvössum éljum og talsverðum skafrenningi til fjalla. Litlir vindflekar hafa líklega myndast í hlíðum sem vísa mót norðri. Eldri snjór hefur blotnað og frosið á ný og er talinn að mestu stöðugur. Gert er ráð fyrir vaxandi SA-átt í dag föstudag með snjókomu sem fer síðan yfir í rigningu uppí fjallahæð í kvöld. Búast má við að nýjasti snjórinn frá því á fimmtudag verði óstöðugur þegar veðrið gengur yfir og að vot lausaflóð og lítil flekaflóð geti fallið. Snjór ætti að styrkjast á ný um helgina í kólnandi veðri.
Gildir frá: 23. feb. 16:00 - Gildir til: 26. feb. 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Nokkur hætta

Skafrenningur í SV-átt eftir hlýindi á miðvikud. Óstöðugleiki gæti orðið í leysingunni fram á laugard
Gildir frá: 23. feb. 14:00 - Gildir til: 26. feb. 16:00

Austfirðir

Nokkur hætta

Snjórinn getur verið óstöðugur í rigningunni fram á laugardag og krapahætta jafnvel skapast í lækjarfarvegum
Gildir frá: 23. feb. 14:00 - Gildir til: 26. feb. 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

A-SA hvassviðri fram á laugardag, hlýindi með mikilli rigningu, síst Norðanlands en langmest SA-lands. Skaplegt á sunnudag og kólnandi veður.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 23. feb. 15:15


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica