Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Snjóflóð hafa fallið víða á norðanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi síðustu tvo sólarhringa. Á fimmtudag og föstudag er spáð áframhaldandi snjókomu í norðan hvassviðri á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Það má því búast við fleiri snjóflóðum og óstöðugum vindflekum víða.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 22. nóv. 19:35

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Mikil hætta

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir norðanverða Vestfirði. Síðustu tvo sólarhringana hafa þó nokkur snjóflóð fallið á svæðinu í N og NA hríðarveðri. Flóð hafa m.a. farið yfir vegi á Súðavíkurhlíð, Önundarfirði og Eyrarhlíð. Á morgun, fimmtudag, er spáð N og NV hvassviðri og snjókomu þegar líður á daginn og þá er viðbúið að snjóflóðahættan aukist á ný. Á föstudag er spáð norðan éljaveðri. Snjór hefur safnast í lægðir og gil og hlémegin fjalla og má búast við óstöðugum vindflekum.
Gildir frá: 22. nóv. 17:40 - Gildir til: 24. nóv. 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Töluverð hætta

Talsvert hefur snjóað til fjalla síðustu daga. Á mánud. féllu nokkur snjóflóð í Sigluf.- og Ólafsfirði, a.m.k. eitt nokkuð stórt. Það hefur ítrekað þiðnað á láglendi en hiti náði þó ekki frostmarki ofan við um 400 m hæð. Skelin sem myndaðist, brotnar við lítið álag og getur verið veikt lag í upptakasvæðum sem liggja lágt. Vindur í dag miðvikud. hefur ekki verið hvass en á fimmtud. og föstud. er útlit fyrir hvassari N-læga átt með talsverðri snjókomu og éljagangi. Því er búist við að vindflekar haldi áfram að byggjast upp og geti verið óstöðugir áfram á meðan snjóar og skefur. Snjóflóð sem kunna að falla gætu því orðið stærri en sl. tvo daga.
Gildir frá: 22. nóv. 16:00 - Gildir til: 24. nóv. 14:00

Austfirðir

Töluverð hætta

Dálítið hefur bætt á snjó til fjalla undanfarna tvo daga. Á fimmtudag og föstudag er gert ráð fyrir hvössum vindi með ofankomu í NNV átt og má búast við talsverðum skafrenningi. Við þessar aðstæður þarf að gera ráð fyrir óstöðugum vindflekum þar sem snjór sest í lægðir og gil.
Gildir frá: 22. nóv. 17:50 - Gildir til: 24. nóv. 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Spáð er N hríðarveðri á norðan- og austanverðu landinu næstu tvo dagana.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 22. nóv. 19:33


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica