Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • fim. 28. mar.

    Töluverð hætta
  • fös. 29. mar.

    Töluverð hætta
  • lau. 30. mar.

    Töluverð hætta

Mikið er af nýjum snjó á svæðinu. Óstöðugir vindflekar og þykka vindfleka er að finna í flestum viðhorfum. Fremur stórt snjóflóð féll í Héðinsfirði með fjarbroti á þriðjudag. Talsvert af náttúrulegaum snjóflóðum um helgina, hætta er á snjóflóðum af mannavöldum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Víða eru þykkir vindflekar til staðar til fjalla eftir mikla snjókomu í N-NA áttum. Vindfleka gæti verið að finna á flestum viðhorfum.

Stórt sleðaflóð með fjarbroti í Héðinsfirði er vísbending um viðvarandi veikt lag. Veikleiki við hjarn í gryfju við Siglufjörð.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Mikið af nýjum snjó er á svæðinu undan norðan stórhríð fyrir helgi, síðan þá hefur éljað og skafið talsvert. Snjógryfja frá Illviðrishnjúki 26.mars sýndi skafsnjó og nýsnævi ofan á hjarni. Veikleiki á lagmótum við íslinsu, samþjöppunarpróf gaf slétt brot við miðlungs álag. Tvær nýlegar gryfjur frá Siglufirði sýndu fremur veikan vindfleka ofan á eldri snjó og kantaða kristalla og djúphrím á lagmótunum. Allmörg snjóflóð hafa fallið að undanförnu og er snjór óstöðugur áfram. Þykkir vindflekar eru í öllum viðhorfum og talsvert skafrenningsfóður er til fjalla. Fólk á ferð til fjalla beðið að fara varlega, hætta á snjóflóðum af mannavöldum er talsverð.

Nýleg snjóflóð

Fremur stórt snjóflóð féll í Héðinsfirði 26.mars eftir snjósleðaumferð í botni dalsins. Stórt flekaflóð féll úr Ósbrekkufjalli út í sjó á föstudagsmorgun. Tvö stór snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg aðfaranótt laugardags. Einnig féll snjóflóð á Siglufjarðarveg vestan við Strákagöng og eitt við Illviðrishnjúk. Flóð féllu úr Mjóageira og Merkigili að stærð 3 og 3.5 ofan Dalvíkur og annað af stærð 4 í Karlsárdal. Tilkynnt var um snjóflóð í Ólafsfirði að stærð 2-3.5 í Arnfinnsfjalli, Ósbrekkufjalli, Auðnahyrnu og Bustabrekkudal sem fallið hafa á föstudag eða aðfaranótt laugardags.

Veður og veðurspá

Áframhaldandi smá él til fjalla næstu daga og viðvarandi N-NA átt næstu daga og kalt í veðri. Hvessir á miðvikudag og fimmtudag.

Spá gerð: 27. mar. 16:39. Gildir til: 28. mar. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica