Fréttir
Regnbogalitbrigði í þunnum netjuskýjum.

Alþjóðlegi veðurdagurinn 2017

Tileinkaður skýjum

23.3.2017

Ár hvert heldur Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) alþjóðlega veðurdaginn. Árið 2017 er dagurinn tileinkaður skýjum og skilningi okkar á þeim.

Ský gegna stóru hlutverki í öllu veðri; þá er sama hvort talað er um veðurspár og viðvaranir, staðbundið veðurfar eða hnattrænt loftslag. Hlutverk skýja er ekki síðra þegar kemur að vatns- og geislunarbúskap jarðarinnar. Ský hafa líka listrænt gildi og veita mörgum greinum, alls óskyldum veðurfræði, mikinn innblástur.

Undanfarin ár hefur vísindamönnum unnist mikið verk er varðar aukinn skilning á því hlutverki sem ský gegna í geislunarbúskap jarðar, breyttu loftslagi og þeim víxlverkunum sem verða á milli skýja og loftslags, einkum hlýnunar. Flóknir útreikningar til að herma ferla sem mynda ský og leysa þau upp hafa bæst við líkön sem reikna veðurspár og útreikningarnir hafa bætt nákvæmni slíkra líkana. Einnig hafa verið gerðir loftslagslíkanareikningar með nákvæmari skýjaferlum en áður.

Nýr skýjaatlas frá WMO

Í dag gefur Alþjóðaveðurfræðistofnunin út nýjan Skýjaatlas. Síðast kom út ný útgáfa af þessu merka riti WMO árið 1987 en atlasinn á sér rætur allt til 19. aldar þegar Luc Howard sendi frá sér ritgerðina „An essay on the modification of clouds“ árið 1803.

Að auki gefur Alþjóðaveðurfræðistofnunin út skýjaflokkunarlykil (Cloud Identification Guide) fyrir fræðimenn jafnt sem áhugasama leikmenn. Veggspjöldin eru fjögur; eitt almennt og eitt fyrir lágský, miðský og háský (sjá dæmi hér neðst á síðu). Þessi veggspjöld verða væntanlega þýdd á íslensku.

Alþjóðlegi veðurdagurinn 2008 - 2016

Lesa má eldra efni á vef Veðurstofunnar um alþjóðlega veðurdaginn:

2016, 2015, 2014, 2013, 2012, 2011, 2010, 2009, 2008.

Um ský og skýjafar á vedur.is

Á flugveðursíðum má sjá skýjahulu eins og hún hefur birst veðurtunglum undanfarnar klukkustundir, bæði á flugsvæði Íslands, á Atlantshafi og á Íslandi og hafinu umhverfis landið.

Skýjahuluspá er aftur á móti að finna á veðursíðum, bæði úr norrænu líkani og evrópsku. Spáin nær tvo daga fram í tímann og þar er bæði hægt að skoða spá fyrir lágský, miðský, háský og heildarskýjahulu.

Í fróðleiksflokknum Ský og sérstök fyrirbæri er meðal annars fjöldi áhugaverðra greina um ský. Smellið á plúsinn til að opna lista yfir skýjagreinar:

Fróðleiksgreinar um ský

Ský og skýjaflokkar – byggt á eldri skýjaatlas

Ísun skýja

Flugslóðar

Klósigar og flugslóðar

Úrkomuslæður

Glitský í desember 2011

Glitský í febrúar 2008

Hvað eru glitský?

Glitský á 17. öld

Árstíðasveifla glitskýja

Silfurský í ágúst 2011

Silfurský – lýsandi ský á næturhimni

Eldbólstrar – ekki ský

Vindskafin ský

Vindskafin ský, grein 2

Grá eða hvít ský?

Þoka – ekki ský

Lágský við Ísland – dæmi frá 2008 sjá skýringar í myndatexta

Netjuský

Tættir bólstrar á Esju

Skúraský

Júgurský

Staðbundin skýjaþekja – dæmi frá 2007

Skýjaflokkunarlykill WMO

Almennur skýjaflokkunarlykill WMO – veggspjald






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica