Fréttir
Skjálftahrina í mynni Eyjafjarðar
Skjálftahrina í mynni Eyjafjarðar.

Skjálftahrina fyrir mynni Eyjafjarðar

8.4.2008

Skjálftahrina hófst fyrir mynni Eyjafjarðar u.þ.b. 20 km NV af Gjögurtá, eftir hádegið í gær, 7. apríl, og stóð fram eftir kvöldi en þá fór að draga úr virkninni. Enn mælast þó skjálftar á svæðinu. Stærsti skjálftinn var rúmlega 2 stig og algengt dýpi skjálftanna er 5-8 km. Ekki hefur unnist tími til að vinna úr öllum skjálftunum þegar þetta er ritað (kl 10). Jarðskjálftar eru algengir á þessum slóðum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica