Fréttir
hnöttur og auglýsing
Forsíða fyrirlestrar dr. Prospero.

Fyrirlestur um rykstorma og loftmengun

Jökulsandarnir gætu veitt upplýsingar

26.6.2008

Í næstu viku kemur til landsins dr. Joseph M. Prospero frá einni af stofnunum Miamiháskóla en hann hefur stundað rannsóknir á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í samvinnu við Veðurstofu Íslands síðan 1991. Þar er bæði veðurathugunarstöð og merk mengunarmælistöð sem margir erlendir vísindamenn nýta.

Þriðjudaginn 1. júlí kl. 13 flytur dr. Prospero fyrirlestur í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og nefnist Mineral Dust Distributions and Trends Over the Global Ocean.

Rykmengun er alvarlegt vandamál víða um heim. Rykmengun getur valdið heilsufarsvanda en mikið ryk í andrúmslofti hefur jafnframt áhrif á lofslag jarðarinnar, bráðnun jökla o.fl.

Fyrirlesarinn er virtur fræðimaður á þessu sviði. Hann mun ræða um svifryk yfir heimshöfunum og hvaðan mengunin berst. Hann mun einnig fjalla um mikilvægi Íslands í þessu samhengi, en mikið af ryki berst frá auðnum landsins í þurrum sandstormum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica