Laus störf

Laus störf

Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlinda- ráðuneytið. Hjá stofnuninni starfa um 140 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræða- svið. Auk þess starfa um 120 manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegarum landið.

Veðurstofan er samþætt vöktunar- og rannsóknastofnun og eru helstu hlutverk hennar gagnaöflunog -úrvinnsla á helstu eðlisþáttum jarðarinnar, þ.e. lofti, vatni, jörð, snjó, jöklum og hafi, rannsóknir og þróun afurða, og miðlun upplýsinga og viðvarana vegna náttúrúvár.

Starfsemin fer fram á eftirtöldum sviðum: Eftirlits- og spásviði, Athugana- og tæknisviði, Úrvinnslu- og rannsóknasviði, Fjármála- og rekstrarsviði og Skrifstofu forstjóra. Veðurstofan fer með aðild Íslands að þremur alþjóðlegum stofnunum og er þátttakandi í sterku tengslaneti erlenda og innlenda samstarfs- og hagsmunaaðila.

Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica