Eftirlits- og spásvið

Framtíðarsýn Eftirlits- og spásviðs

Eftirlits- og spásvið leggi sitt af mörkum til að Veðurstofan verði í fararbroddi í eftirliti og vöktun sem og öðru því sem heyrir undir starfssvið hennar. Efld verði samvinna við viðbragðsaðila og aðrar stofnanir sem sinna verkefnum í sömu málaflokkum. Lokið verði við gerð viðbragðsáætlana vegna náttúruvár.

Jarðváreftirlit byggi á spennukortlagningu í rauntíma, sem fæst með samþættri úrvinnslu gagna af ólíkum toga. Jarðváreftirlitskerfin dragi fram váábenda og geri forspár um jarðskorpuhreyfingar og virkni eldstöðva mögulegar. Heildstæður þekkingargrunnur um íslensk eldfjöll liggi fyrir árið 2013. Byggður verði upp betri þekkingargrunnur á brotabeltum landsins.

Upplýsingum og gögnum frá ofanflóðaeftirliti verði komið til almennings með skilvirkari hætti. Reglulegar snjóflóðaspár verði gefnar út fyrir ákveðin landssvæði og samstarf við tengda aðila aukið. Lokið verði við heildarmótun eftirlits með skriðuföllum.

Núverandi vöktunarkerfi vatnavár skuli samþætt við veðurathuganir svo rauntímamat á flóðahættu náist. Áhersla verði einnig lögð á að efla eftirlit með annarri flóðahættu. Unnið verði að langtímaáætlun varðandi viðbrögð við flóðavá í samræmi við flóðatilskipun Evrópusambandsins.

Í veðurþjónustu verði notuð veðurlíkön sem standist kröfur notenda og viðskiptavina um upplausn og gæði. Innleidd verði sjálfvirk sannprófun á öllum mælanlegum þáttum veðurlíkana.

Sértækar spáafurðir verði teknar í notkun sem auki öryggi og velferð notenda.

Notkun fjarkönnunarkerfa verði efld og vægi þeirra við eftirlit með veðurvá og annarri náttúruvá aukið til muna.

Flugveðurþjónusta taki í síauknum mæli mið af breyttum þörfum alþjóðlegrar flugstarfsemi og því samkeppnisumhverfi sem þar er að myndast.

Sviðið fylgi markvissri þekkingarstjórnun Veðurstofunnar og uppfylli hæfnis- og endurmenntunarkröfur Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) árið 2013.

Spásalur
starfsmenn við vinnu
Unnið við veðurspár og jarðskjálftaeftirlit á Veðurstofunni. Myndin er tekin 28. júlí 2010. Frá vinstri á myndinni eru Sigþrúður Ármannsdóttir landfræðingur og veðurfræðingarnir Þorsteinn Jónsson og Haraldur Eiríksson. Ljósmynd: Guðrún Pálsdóttir.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica