Fjármála- og rekstrarsvið

Framtíðarsýn Fjármála- og rekstrarsviðs

Fjármála- og rekstrarsvið leggi sitt af mörkum til að Veðurstofan verði í fararbroddi á starfssviðum sínum.

Sviðið stuðli ávallt að upplýstri ákvarðanatöku og skipulagningu í starfsemi Veðurstofunnar með skilvirkri miðlun upplýsinga um stöðu starfseminnar á hverjum tíma. Sviðið haldi uppi öflugri og nútímalegri upplýsingamiðlun, innan lands sem utan, sem byggi á sérhæfingu starfsmanna í skipulegri samvinnu við sérfræðinga á öllum sviðum.

Sviðið hafi yfir að ráða öflugu upplýsingakerfi, þar sem aðgengi starfsmanna að upplýsingum sé í einu miðlægu kerfi.

Sviðið vinni að því að öll verkefni Veðurstofunnar verði unnin samkvæmt samræmdu verkefnaskipulagi.

Sviðið vinni að því að tölvu- og hugbúnaðarkerfi stofnunarinnar séu ávallt í samræmi við samtímakröfur. Sviðið sjái til þess að tölvukerfi verði samræmd og einfaldleiki í rekstri hafður að leiðarljósi.

Sviðið stefni að því að innan fimm ára verði öll tölvukerfi gæðavottuð skv. ISO 9001 og að upplýsingaöryggisstaðallinn ISO 27001 verði kominn í fulla notkun.

Sviðið sjái til þess að hámarks gagnaöryggi verði fyrir öll mikilvægustu kerfi stofnunarinnar og viðskiptavina samkvæmt samningum. Sviðið stefni að því að allur rekstur og þjónusta við sérhæfð kerfi verði bundinn þjónustusamningum. Sviðið taki virkan þátt í og bjóði markvisst fram upplýsingatækniþjónustu sína til innlendra og alþjóðlegra verkefna á starfssviði stofnunarinnar.

Innri framtíðarsýn Fjármála- og rekstrarsviðs er sú að fagsviðin beri enn frekara traust til þess og leiti eftir aðstoð og upplýsingum til sviðsins.


Yfirsýn
þétt ský
Skúraský yfir Bláfjöllum þann 15. mars 2012. Tekið af svölum Veðurstofuhússins.
Ljósmynd: Elín Björk Jónasdóttir.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica