Sérþjónusta

Sérþjónusta

Veðurfræðileg sérþjónusta

Veðurstofa Íslands veitir margs konar veðurfræðilega sérþjónustu og er þessi sérþjónusta að jafnaði veitt gegn greiðslu. Til þessarar þjónustu telst margs konar úrvinnsla, ráðgjöf, gerð sérspáa, uppsetning og rekstur mælistöðva, hættumat vegna náttúruhamfara og ýmsar umsagnir, t.d. vegna umhverfismats o.fl. Þegar um er að ræða þjónustu á samkeppnismarkaði er hún veitt á forsendum jafnræðis gagnvart einkareknum fyrirtækjum og öðrum ríkisveðurstofum á Evrópska efnahagssvæðinu. Gögn í eigu stofnunarinnar eru ekki seld nema sem nemur afhendingarkostnaði. Stofnunin veitir svokallaða i-rammaþjónustu (iframe) og XML-þjónustu við afhendingu veðurgagna.

Smávirkjanir

Veðurstofa Íslands annast rennslismælingar og rekstur vatnshæðarmæla víða um land. Stjórnvöld standa undir almennum grunnrannsóknum á vatnsauðlindinni. Eigendur vatnsréttinda geta leitað til Veðurstofunnar um mælingar hafi þeir hug á að nýta vatnsauðlindina til raforkuframleiðslu. Æskilegt er að beiðni um mælingar berist til Veðurstofunnar snemma sumars til að lágmarka kostnað.

Um XML þjónustuna

Veðurstofa Íslands býður upp á þjónustu sem gerir fagaðilum kleift að sækja nýjustu staðarspár, textaspár og veðurathuganir. Vinsamlegast skoðið upplýsingar um xml-þjónustuna á sérstakri síðu.

Um i-rammaþjónustuna

Veðurstofa Íslands býður upp á þjónustu sem gerir vefstjórum kleift að birta án fyrirhafnar veðurupplýsingar á vefjum sínum. Þessi þjónusta er ókeypis og byggist á i-rammatækninni (iframe). Vinsamlegast skoðið upplýsingar um i-ramma (i-frame) á sérstakri síðu.

Um frétta- og fróðleiksveituna (RSS)

Veðurstofa Íslands býður lesendum vefsins þann möguleika að geta gerst áskrifendur að fréttum og/eða fróðleiksgreinum. Vinsamlegast skoðið upplýsingar um rss-veitu á sérstakri síðu.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica