Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 8-18 m/s, hvassast suðaustantil. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu um landið sunnanvert. Bætir heldur í vind og úrkomu annað kvöld.
Frost 0 til 6 stig, en hiti að 5 stigum sunnantil yfir daginn.
Spá gerð: 28.03.2024 09:25. Gildir til: 30.03.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðaustan 13-20, hvassast suðaustantil. Él norðan- og austanlands, annars bjart að mestu. Vægt frost en hiti að 5 stigum sunnantil að deginum.

Á sunnudag:
Norðaustan og norðan 13-20 og él, en bætir í vind og ofankomu seinnipartinn. Yfirleitt þurrt sunnanlands. Frost 0 til 8 stig.

Á mánudag:
Allhvöss eða hvöss norðaustanátt og snjókoma með köflum í fyrstu, en dregur síðan úr vindi og úrkomu. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar lítillega.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og yfirleitt þurrt. Fremur kalt í veðri.
Spá gerð: 28.03.2024 08:02. Gildir til: 04.04.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði í grennd við Bretlandseyjar stjórna veðrinu hjá okkur í dag. Áttin verður því norðaustlæg, víða kaldi eða stinningskaldi, en allhvasst við suðausturströndina. Víða dálítil él og vægt frost, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan heiða með hita að 5 stigum yfir daginn.

Svipað veður á morgun, en síðdegis fer smám saman að bæta í vind.

Norðaustan 13-20 m/s á laugardag, hvassast við austurströndina. Él á Norður- og Austurlandi, en áfram bjart að mestu um landið sunnanvert.

Á Páskadag er svo útlit fyrir að það bæti bæði í vind og ofankomu, með tilheyrandi líkum á samgöngutruflunum um landið norðanvert.
Spá gerð: 28.03.2024 06:22. Gildir til: 29.03.2024 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica