Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestlæg átt, 3-8 m/s og smá skúrir eða él, en léttskýjað eystra. Hlýnar í veðri og hiti 2 til 8 stig síðdegis, mildast syðst.
Vaxandi sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning í nótt, 10-18 m/s í fyrramálið, en lengst af hægari og þurrt NA-til. Úrkomuminna seint á morgun, en mun hægari SV-til annað kvöld.
Spá gerð: 23.09.2018 09:27. Gildir til: 25.09.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðvestan 13-18 m/s með úrhellisrigningu, en hægara og úrkomuminna nyrðra. Hiti 6 til 11 stig. Lægir með kvöldinu og dregur úr vætu V-til.

Á miðvikudag:
Norðvestlæg átt, 8-13 m/s með skúrum eða slydduéljum N- og A-lands, en annars hægari vestlæg átt og skýjað með köflum. Kólnandi veður.

Á fimmtudag:
Vestlæg átt og skúrir eða slydduél, en bjartviðri eystra. Hiti 1 til 6 stig.

Á föstudag:
Líkur á suðvestanhvassviðri með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrt eystra.

Á laugardag:
Útlit fyrir vestlæga átt með skúrum eða slydduéljum, en bjartviðri fyrir austan og kólnadi veður.
Spá gerð: 23.09.2018 09:14. Gildir til: 30.09.2018 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Rólegheita dagur í dag, léttskýjað eystra en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Í komandi viku verður allt annað veður í boði. Þá munu skiptast á mildar og vætusamar en fremur hvassar sunnan- og suðaustanáttir og hinsvegar svalari suðvestan- og vestanáttir með skúrum og jafnvel slydduéljum. Sem sagt umhleypingar sem oft vilja vera á haustin.
Spá gerð: 23.09.2018 07:41. Gildir til: 24.09.2018 00:00.

Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica