Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 26.04.2018 19:36. Gildir til: 27.04.2018 00:00.

Veðuryfirlit

Á Faxaflóa er 1002 mb lægðardrag sem mjakast N. Um 300 km V af Lófót er 993 mb lægð sem þokast A og um 350 km A af Færeyjum er 999 mb lægð á leið N og sameinast þeirri fyrri í nótt.
Samantekt gerð: 26.04.2018 19:54.

Veðurlýsing

Í dag hefur verið austlæg eða breytileg átt, víða 3-10 m/s en hvassari á stöku stað. Lengst af rigning á láglendi SV-til fyrripartinn og slydda sums staðar en fór að snjóa eða slydda um landið NV-vert seinnipartinn. Skýjað og úrkomulítið annars staðar. Hiti 0 til 8 stig, svalast inn til landsins NA-lands.
Samantekt gerð: 26.04.2018 18:14.

Veðurhorfur á landinu

Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir eða slydduél um landið SV-vert, slydda eða jafnvel snjókoma NV-til en annars úrkomulítið.
Norðlæg átt 5-13 m/s V-lands á morgun og skúrir eða slyudduél S- og V-til, en yfirleitt þurrt NA-lands.
Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast syðst, en víða næturfrost, einkum NA-til.
Spá gerð: 26.04.2018 18:15. Gildir til: 28.04.2018 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Breytileg átt 3-8 m/s og skúrir, en vestlæg átt 5-10 á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 26.04.2018 18:16. Gildir til: 28.04.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða stöku skúrir eða él, en léttir til V-lands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast S-til.

Á sunnudag:
Ákveðin suðlæg átt með rigningu eða slyddu, en þurrt NA-til. Hlýnar heldur, einkum fyrir norðan.

Á mánudag:
Minnkandi suðlæg átt. Rigning S-lands og skúrir um landið V-vert, jafnvel él þar um kvöldið, annars þurrt. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast NA-til.

Á þriðjudag:
Norðvestlæg og vestlæg átt með skúrum eða éljum, einkum NV-til, en úrkomulítið um landið A-vert. Kólnar heldur.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt með stöku skúrum eða éljum S- og V-lands, annars víða bjart í veðri. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 26.04.2018 20:36. Gildir til: 03.05.2018 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica