Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag hlýnar talsvert á landinu og verður frostlaust um land allt næstu þrjá daga, meira og minna. Allhvöss og á köflum hvöss suðaustanátt en fremur lítil úrkoma fylgir þessu og ætti að vera alveg þurrt norðanlands.
Síðan er útlit fyrir að kólni aftur um og eftir miðja viku með norðaustanátt og éljum.
Spá gerð: 25.02.2018 06:39. Gildir til: 26.02.2018 00:00.

Veðuryfirlit

Um 300 km NA af Hvarfi er 996 mb smálægð, en yfir N-Skandinavíu er víðáttumikil og kyrrstæð 1052 mb hæð. Lang S í hafi er vaxandi 990 mb lægð, sem fer allhratt í NNV.
Samantekt gerð: 25.02.2018 07:45.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.02.2018 22:13.

Veðurhorfur á landinu

Gengur í suðaustan 15-23 m/s V-til á landinu, hvassast á Snæfellsnesi, en hægara eystra. Rigning S- og V-lands og sums staðar slydda, en úrkomuminna með kvöldinu. Lengst af bjartviðri fyrir norðan og austan. Heldur hægari suðaustanátt á morgun og lítilsháttar væta S- og V-lands, en annars þurrt. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast NA-lands.
Spá gerð: 25.02.2018 09:48. Gildir til: 27.02.2018 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Gengur í suðaustan 10-18 m/s með rigningu, en úrkomuminna í nótt og á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 25.02.2018 09:50. Gildir til: 27.02.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og lítilsháttar væta á V-verðu landinu, skýjað með S-ströndinni, en annars hægviðri og léttskýjað. Hiti 3 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Hægviðri og skýjað með köflum, en snjómugga eða slydda með köflum NV-til og kólnar í veðri.

Á fimmtudag:
Norðanátt og víða dálítil snjókoma eða él, en léttir til V-lands síðdegis. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir ákveðna norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en bjartviðri S- og V-lands. Svalt í veðri.
Spá gerð: 25.02.2018 08:13. Gildir til: 04.03.2018 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica