Ofanflóðakortasjá

Eiríkur Gíslason 23.10.2012

opna ofanflóðakortasjá

Veðurstofa Íslands hefur með tilstyrk Ofanflóðasjóðs þróað ofanflóðakortasjá með það að markmiði að auðvelda aðgengi að ofanflóðagögnum sem Veðurstofan aflar og varðveitir.

Kortasjáin er þróðuð af starfmönnum Veðurstofunnar og er afrakstur samstarfs sérfræðinga í landupplýsingakerfum, ofanflóðamálum og tölvurekstri. Fyrsta útgáfa kortasjárinnar var opnuð í október 2012. Endurbætt útgáfa var sett í loftið í ágúst 2015.

Í því umhverfi sem Veðurstofan starfar er lögð rík áhersla á miðlun hverskonar upplýsinga. Framþróun í upplýsingamiðlun er ör og í þessari viðbót við starfsemina endurspeglast sú viðleitni stofnunarinnar að rækja þjónustu- og öryggishlutverk sitt. Á meðal þeirra gagna sem nálgast má í kortasjánni má nefna upplýsingar um þekkt snjóflóð, hættumat, rýmingarreiti og upplýsingar um veður og snjóalög.

Henni fylgja leiðbeiningar á formi notendahandbókar.

Til baka




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica