Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • lau. 20. apr.

    Töluverð hætta
  • sun. 21. apr.

    Töluverð hætta
  • mán. 22. apr.

    Nokkur hætta

Áköf hláka um helgina gæti sett af stað stór vot flóð. Þykkir lagskiptir vindflekar eru til fjalla ofan á eldra hjarni. Veikleiki hefur fundist á milli vindfleka.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Áköf hláka um helgina eykur líkur á votum snjóflóðum og krapaflóðum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Þykkir lagskiptir vindflekar liggja ofan á hjarni og hefur veikleiki fundist í snjóþekjunni. Á laugardag hlýnar í veðri í hvassri S-átt með rigningu. Líklegt er að hlákan setji af stað vot snjóflóð á svæðinu, sem gætu orðið stór, eða krapaflóð.

Nýleg snjóflóð

Nokkur lítil snjóflóð féllu í Kirkjubólshlíð snemma í síðustu viku.

Veður og veðurspá

SA-átt með snjókomu á föstudagskvöld. Snýst í S-átt og hlýnar í veðri aðfaranótt laugardags. Á laugardag bætir í rigningu og verður mesta ákefðin á laugardagskvöld. Á sunnudag snýst í SV-átt með kólnandi veðri og dálítilli snjókomu. Á mánudag er útlit fyrir þurrt og milt veður.

Spá gerð: 19. apr. 17:15. Gildir til: 20. apr. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica