Fréttir

Öll veðurspáþjónustan gæðavottuð

19.6.2007

Í gær, 18. júní 2007, fór fram lokaúttekt á vegum bresku gæðavottunarstofnunarinnar BSI á almennri veðurspáþjónustu Veðurstofu Íslands. Stóðst stofnunin prófið og er nú öll veðurspástarfsemi Veðurstofunnar gæðavottuð skv. alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001.

Í desember sl. var flugveðurþjónustan vottuð en nú var verið að ljúka verkefninu með formlegri vottun á land- og sjóveðurþjónustu stofnunarinnar.

Veðurstofan hefur lagt mikla áherslu á þetta verkefni í meira en eitt ár. Hefur stofnunin notið leiðsagnar ráðgjafarfyrirtækisins 7.is en mestur hluti vinnunnar hefur hvílt á herðum starfsmanna Veðurstofunnar.

Veðurstofan stefnir að heildarvottun fyrir alla starfsemi sína og er miðað við að mestum hluta þess verks verði lokið fyrir árslok 2008.

Formleg gæðavottun á starfsemi veðurstofa víða um heim er mikilvæg, bæði til að bæta rekstur þeirra en einnig til að koma til móts við sívaxandi kröfur notenda.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica