Fréttir
kort
Grímsey 23.02.2018.

Dregið hefur úr jarðskjálftahrinunni við Grímsey

23.2.2018

Verulega hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni við Grímsey síðustu daga. Enn mælist þó mikill fjöldi skjálfta á svæðinu og af og til verða litlar
skjálftahviður með skjálfta allt að 3 að stærð. Í nótt 23. febrúar mældust tveir skjálftar 2,8 að stærð sem áttu upptök um 13 km norður af Grímsey.
Ekki er hægt að útiloka að hrinan taki sig upp að nýju en líklegra er að hún fjari út smátt og smátt næstu daga eða vikur.

Í gærmorgun þann 22. febrúar varð skjálfti af stærð 3,6 úti á Öxarfirði, um 15 km VSV af Kópaskeri.
Skjálftinn fannst í Svarfaðardal, í um 90 km fjarlægð.  Allmargir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, sá stærsti 2,9 stig.  Upptök þessara skjálftahrinu eru um 60 km suðaustan við hrinuna við Grímsey og á sama sniðreksbelti sem kennt er við Grímsey.  Skjálftinn í Öxarfirði eru á vinstri-handar norðlægu sniðgengi  en stóru skjálftarnir við Grímsey voru á norðlægum siggengjum. Sjá skýringar í eldri frétt.

Skjálftavirkni í Öxarfirði er tiltölulega algeng t.d. varð skjálftahrina í janúar 2016 og á sama tíma var einnig hrina í Tjörnesgrunninu á Grímseyjarbeltinu.

kort
Rauðu punktarnir á myndinni sýna skjáfta allt frá 20. febrúar en þeir grænu allt frá byrjun janúar.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica