Fréttir
Alþjóðlegur hópur vísindamanna situr CARRA vinnustofuna á Veðurstofunni sem lauk í dag.
Alþjóðlegur hópur vísindamanna sat CARRA vinnustofuna á Veðurstofunni sem lauk í dag.

Endurgreina veðurathuganir á norðurslóðum 20 ár aftur í tímann

Eykur skilning okkar á þeim miklu breytingum sem munu eiga sér stað í framtíðinni ásamt því að bæta veðurspárlíkön fyrir skammtímaspár

23.5.2019

Vinnustofa CARRA verkefnisins lauk á Veðurstofunni í dag. Markmiðið með CARRA (Copernicus Arctic Regional Reanalysis) er að endurgreina veðurathuganir og veðurfarsmælingar allt að 20 ár aftur í tímann fyrir stóran hluta norðurskautssvæðisins. Með endurgreiningunni fæst dýpri skilningur á þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað á norðurhveli jarðar, en þar hefur hækkun meðalhita verið tvöfalt hraðari en að meðaltali á jörðinni. Endurgreiningar á athugunum aftur í tímann eru nauðsynlegar til að auka getu okkar til að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga.

Endurgreiningin byggir á því að keyra verðurlíkan fyrir þrjú tímabil, 1997-2006, 2007-2014, 2015-2021 og eru ofurtölvur reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa (ECMWF) notaðar. Þegar því lýkur árið 2021 verða niðurstöður verkefnisins gerðar aðgengilegar almenningi á vefgátt á vegum  Kópernikusaráætlunarinnar (cds.climate.copernicus.eu).

Endurgreiningin nær yfir tvö svæði. Vestur svæði (merkt „IGB“) og austursvæði (merkt „AROME-Arctic”). Annað svæðið sem er keyrt er sama svæðið sem við notum til að keyra spár á ofurtölvum í kjallara Veðurstofunnar í samstarfi við Dönsku veðurstofuna.

Endurgreiningin nær yfir tvö svæði. Vestur svæði (merkt „IGB“) og austursvæði (merkt „AROME-Arctic”). Annað svæðið sem er keyrt er sama svæðið sem við notum til að keyra spár á ofurtölvum í kjallara Veðurstofunnar í samstarfi við Dönsku veðurstofuna.

Verkefnið skilar uppfærslum á spálíkönum fyrir skammtímaspár

Við endurgreiningarverkefni eru öll nýtileg gögn notuð sem innlagsgögn fyrir veðurlíkan sem keyrir skammtíma veðurspá. Í CARRA er þetta gert átta sinnum á sólarhring fyrir öll ár á tímabilunum þremur. Til tryggja að niðurstöður endurspegli þróun veðurs sem best hefur þurft að gera nokkrar endurbætur á spálíkaninu, - en þetta er sama líkan og notað er til að reikna veðurspár fyrir Ísland og Grænland.  Þessi þróun mun skila sér í uppfærslum á spálíkaninu strax á þessu ári.

Nánar má lesa um CARRA verkefnið hér, en það er hluti af Kópernikusaráætlun Evrópusambandsins.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica