Fréttir
Kort á forsíðu Vatnafars. Nánar ef smellt.

Enn um veðurspá og flóðaástand

13.10.2016

Skil hafa verið kyrrstæð yfir landinu síðustu tvo sólarhringa og fært landsmönnum stöðuga rigningu langt sunnan úr hafi. Skilin eru nú á leið vestur út af landinu og því dregur smám saman úr úrkomu sunnan- og vestanlands og styttir að mestu upp í kvöld og nótt.

Vesturland

Ár á vesturlandi náðu hámarki snemma í morgun.

Við Mýrdalsjökul og Vatnajökul

Mjög mikið vatn er í ám við Mýrdalsjökul og sunnanverðan Vatnajökul eins og t.d. í  Krossá, Jökulsá á Sólheimasandi, Múlakvísl og Djúpá. Enn er mikil rigning á svæðinu og styttir ekki upp fyrr en í kvöld.

Hvítá, Ölfusá og Sogið

Rennsli er enn að vaxa í Hvítá og Ölfusá og er mikið vatn í öllum þverám Hvítár og mjög mikið í Soginu en rennsli þar fór í 250 m³/s og hefur ekki verið jafn mikið síðan 1999. Rennsli hefur ekki náð hámarki í Hvítá við Fremstaver svo líklega nær Ölfusá við Selfoss ekki hámarki fyrr en á föstudagskvöld eða laugardagsmorgun. Líklegt er að hámarksrennsli Ölfusár við Selfoss geti farið yfir 1.000 m³/s en það gerðist síðast í febrúar 2013.

Höfuðborgarsvæðið

Mjög mikið rennsli hefur verið í ám á höfuðborgarsvæðinu. Rennsli er farið að minnka nema í Elliðaánum þar sem það er enn að vaxa. Hámarksrennsli Korpu fór í 32 m³/s sem er mesta flóð í Korpu síðan í febrúar 1994.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica