Fréttir
Mýrdalsjökull

Hrinunni í Kötlu virðist að mestu lokið

Fundur Vísindaráðs almannavarna RLS

3.10.2016

Vísindaráð almannavarna fundaði í dag vegna jarðskjálftahrinunnar í Mýrdalsjökli sem hófst á fimmtudag í síðustu viku. Þetta er stærsta einstaka hrina í Kötluöskjunni í áratugi. Mjög hefur dregið úr jarðskjálftavirkninni frá því hún varð mest á föstudaginn.

Ástæður skjálftanna eru líklega kvikuhreyfingar í efstu kílómetrum jarðskorpunnar. Engin ummerki um þessar hreyfingar sjást á yfirborði jökulsins.

Vatnamælingar sýna ekki breytingar sem hægt er að tengja við hrinuna.

Á föstudag meðan hrinan var í fullum gangi taldi vísindaráð eftirfarandi atburðarrásir mögulegar:

  • Jarðskálftahrinan hættir.
  • Mögulegt jökulhlaup án þess að eldgos nái í gegnum jökulinn.
  • Eldgos hefst í Mýrdalsjökli, gosmökkurinn nær í gegn með tilheyrandi jökulhlaupum.

Hrinunni virðist nú vera að mestu lokið.

Ef litið er til virkninnar síðustu tvo mánuði er ljóst að hún er mun meiri en verið hefur undanfarin ár. Á þessari stundu er óljóst hvort að virknin verður áfram mikil eða hvort nú fer að draga úr henni.

Fundinn sátu fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á Suðurlandi, Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Embætti Sóttvarnarlæknis og Umhverfisstofnun.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica