Fréttir
Jarðskjálftavirkni úti fyrir Norðurlandi vikuna 7. - 13. janúar 2008
Jarðskjálftavirkni úti fyrir Norðurlandi vikuna 7. - 13. janúar 2008

Jarðskjálftayfirlit 7. - 13. janúar 2008

17.1.2008

Alls mældust 246 skjálftar og nokkrar sprengingar. Smá hrina varð við Reykjanestá í byrjun vikunnar og var stærsti skjálftinn um 3 að stærð.

Hrina mældist í Öxarfirði um miðbik vikunnar, þar var stærsti skjálftinn líka um 3. Ekki mældust stærri skjálftar þessa vikuna.

Nokkrir skjálftar mældust undir Vatnajökli og var mesta virknin undir Lokahrygg við Hamarinn.

Fremur rólegt var á svæðinu norðan Vatnajökuls.

Sjá nánar vikuyfirlit.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica