Fréttir
Upptök jarðskjálftans í Ölfusi 29. maí
Upptök jarðskjálftans í Ölfusi 29. maí.

Meira um jarðskjálftann í Ölfusi

2.6.2008

Á meðfylgjandi mynd eru sýnd upptök skjálftanna í Ölfusi. Bláir hringir eru skjálftar þann 29.5., fjólubláir þann 30.5. og rauðir þann 31.5. fram til kl. 17.

Á myndina er teiknuð áætluð brotalengd meginskjálftans með gráu, breiðu striki. Áætluð brotalengd meginskjálftans þann 29.5. kl. 15:45, þess sem var að 6,3 stærð, er um 14 km.

Hreyfingin um misgengið er hægrihandar sniðgengishreyfing þannig að bakkinn vestanmegin við misgengið fer til norðurs en bakkinn austan megin til suðurs. Pílurnar sýna þessa hreyfingarstefnu. Þetta er í samræmi við Suðurlandsskjálfta.


Stóri, svarti hringurinn sýnir upptök stóra skjálftans. Litli hringurinn við suðvesturhorn Ingólfsfjalls sýnir upptök skjálftans sem kom stóra skjálftanum af stað.


Eftirskjálftavirknin suðvestan og norðaustan við meginmisgengið er í samræmi við útreiknaðar spennubreytingar vegna meginskjálfans.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica