Fréttir
flug 16. apríl 2010
Gosmökkur yfir eldstöðinni í Eyjafjallajökli.

Gosmökkurinn yfir Eyjafjallajökli

16.4.2010

Í flugi í dag mátti sjá stóran gosstrók um klukkan fjögur og náði hann tímabundið 30.000 feta hæð sem samsvarar um 9 km.

Nokkrir strókar mynduðust meðan flogið var nærri gosstöðvunum. Strókana lagði til aust-norð-austurs (ANA) og voru þeir gjarnan mjög dökkir neðst, yfir gosstöðvunum, en ljósari efst þegar þá rak til ANA.

Í annarri grein má lesa nánar um flugið og skoða fleiri myndir af mekkinum, auk ummerkja um hlaup úr Gígjökli.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica