Fréttir
Ljósmynd af öskudreifingu
Eldgos í Grímsvötnum 2011.

Reikningar á sand- og öskufoki, námsstyrkur

7.6.2017

Meistaranema býðst styrkur til rannsóknarverkefnisins "Bættir reikningar á orsökum sand- og öskufoks í dreifingarlíkönum". Það er hluti af stærra verkefni sem kallast "Changes in the health effects impact of aerosol particles and natural source material following volcanic eruptions" og er unnið í samvinnu Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og UK Met Office.

Verkefnið er unnið á enskri tungu og kjarninn er þessi:

"The overall aim of this research project is to analyze sources of airborne particles from ash re-suspension events and dust storms with a view towards assessing the potential impacts of these events on air quality and human health. This project will allow for better modeling of these events, both the distribution in space and time and particle size distribution, which is important since different particle sizes can have different health impacts. Therefore, poor air quality can be forecasted and warnings issued."

Tekið skal fram að meistaranám tekur tvö ár en styrkurinn er til 12 mánaða og laun samkvæmt Rannís 300 þúsund á mánuði með öllum gjöldum. Verkefnið hentar því vel nemendum sem hafa lokið námskeiðum og vantar lokaverkefni, og nemendum sem eru að hefja meistaranám og vilja til dæmis 50% stafshlutfall í tvö ár.

Hlutverk meistaranemans

Að bæta aðferðir til að reikna upptök sand- og öskufoks í dreifingarlíkaninu NAME. Meistaraneminn mun meðal annars sannreyna forritið með keyrslum á fyrri atburðum og nota þær keyrslur til að breyta og bæta forritið.

Nauðsynleg færni

  • Reynsla af forritun
  • Þekking á almennri eðlisfræði

Upplýsingar um Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands
og UK Met Office

Framhaldsnám við Háskóla Íslands í umhverfis- og auðlindafræði

Framhaldsnám í jarðeðlisfræði 

Veðurstofa Íslands

UK Met Office

Áhugasamir nemendur hafi samband ...

Vinsamlega sendið tölvupóst til Söru (sara@vedur.is) og Þröst (ThrosturTh@hi.is).

Umsókn skal fylgja

  • Nafn þitt.
  • Fyrra nám, að það uppfylli aðgönguskilyrði deildar.
  • Tölvupóstfang.
  • Nöfn tveggja aðila sem tengjast háskóladeild þinni og biðja má um meðmæli.
  • Kynningarbréf
    • Bréf þar sem umsækjandi lýsir afstöðu sinni til verkefnisins, þar með talið langtímaáætlun um nám og áhugasviði í rannsóknum.
    • Stutt ferilskrá með lista yfir námskeið og einkunnir.
    • Sjálfsmat á styrk og veikleikum í rannsóknavinnu. Tilgreina hvað umsækjanda líkar best og hvað síst í rannsóknum og forritun.

     Sendið umsóknargögn til sara@vedur.is og ThrosturTh@hi.is

     Umsóknarfrestur til 30. júní 2017.

    Auglýsing á ensku (pdf).





    Aðrir tengdir vefir



    Þetta vefsvæði byggir á Eplica