Fréttir
Ríkisstjórnarfundur þ. 16. júlí á brún framhlaupsurðarinnar í Hítardal. Smelltu til að stækka.

Ríkisstjórnarfundur á framhlaupsbrún

17.7.2018

Ríkisstjórn Íslands kom við í Hítardal að morgni mánudags 16. júlí og skoðaði framhlaupið úr Fagraskógarfjalli á leið út á Snæfellsnes þar sem hún hélt fund síðar um daginn. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, og Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur, lýstu framhlaupinu sem féll 7. júlí sl. og þeirri jarðarumrótan sem fyrir augu bar. Rædd voru ofanflóðamál og nauðsyn aukinnar vöktunar og viðbúnaðar hér á landi í sambandi við skriðuföll.

Sjá mátti ummerki talsverðra skriðufalla í upptakasvæðinu nærri fjallsbrúninn síðan stóra framhlaupið féll þ. 7. júlí sl. Allstórt stykki óraskaðra hraunlaga efst í fjallinu hafði fallið niður þann 14. júlí. Svo vel vildi til að ljósmyndir voru teknar úr flygildi af þessu skriðusvæði skömmu fyrir og eftir að bergspildan féll niður. Ljósmyndirnar vel að um var að ræða talsvert hlaup þó það hafi verið miklu, miklu minna en stóra framhlaupið fyrir viku og stöðvaðist í miðri hlíðinni.

1_20180714_kl1314_JGG_30pr

Upptök framhlaupsins í Fagraskógarfjalli, mynd tekin kl. 13:14 þ. 14. júlí af Jóni Guðlaugi Guðbrandssyni.

2_20180714_kl2219_JGG_30pr

Upptök framhlaupsins í Fagraskógarfjalli, mynd tekin kl. 22:19 þ. 14. júlí af Jóni Guðlaugi Guðbrandssyni. Hlaupið hefur úr toppi fjallsins yfir skriðusárinu frá 7. júlí.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica