Fréttir
urk_mai_juni_2018

Úrkoma í maí og júní 2018

10.7.2018

Úrkoma hefur verið óvenjumikil um suðvestanvert landið í maí og júní. Myndin sýnir uppsafnaða úrkomu í Harmonie veðurspálíkani Veðurstofu Íslands fyrir maí og júní mánuð.

Úrkoman er sýnd sem hlutfall (%) af meðalástandi þessara mánaða, en meðaltalið er reiknað með því að nota ICRA endurgreiningu Veðurstofunnar maí og júní 1980 til 2017. Gulleitir litir sýna svæði þar sem úrkoma hefur verið undir meðallagi í maí og júní, en grænir og uppí bláa liti þau svæði þar sem úrkoma hefur verið yfir meðallagi. Í stórum dráttum ber úrkomu saman við athuganir.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica