Fréttir
Uppsafnað afrennsli (mm) út fimmtudag.

Viðvörun vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta

Sjaldgæfur úrkomuatburður - hugsanlega með ófyrirsjáanlegum afleiðingum

11.10.2016

Í nótt, á morgun og á fimmtudag er spáð er mikilli rigningu, meira en 100 mm á sólahring, á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur- og Suðurlandi og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi.

Ásamt úrkomunni er búist við miklu afrennsli af jöklum. Því má búast við miklum vatnavöxtum í kjölfarið og þar sem mikið hefur rignt undanfarið er vatnsstaða víða há.

Flóðahætta getur því skapast mjög víða á svæðinu strax í nótt t.d. á vatnasviði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði. Viðbúið er að mikið vaxi í ám og lækjum og er fólki eindregið ráðlagt frá því að reyna að fara yfir óbrúaðar ár og læki. Jafnframt má búast við aukinni hættu á  skriðuföllum á þessum slóðum.

Í þéttbýli mun mikið reyna á frárennslismannvirki og því mikilvægt að þau virki sem skyldi. Ráðlegt er að hreinsa vel frá niðurföllum og grípa til annarra aðgerða sem þurfa þykir.

Langvarandi úrkomuatburðir sem þessir eru mjög sjaldgæfir og aðstæður og afleiðingar því ókunnuglegar og jafnvel hættulegar.

""Uppsafnað afrennsli (úrkoma og leysingarvatn) í millimetrum frá kl. 07:00 þriðjudaginn 11. október til kl. 00:00 föstudaginn 14. október 2016. STÆKKANLEGT KORT





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica