Saga Veðurstofu Íslands

Um Veðurstofu Íslands

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun í eigu íslenska ríkisins og heyrir undir yfirstjórn umhverfisráðherra. Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 70, 2008.

Forstjóri Veðurstofu Íslands er Árni Snorrason. Framkvæmdaráð stofnunarinnar stýrir daglegum rekstri hennar. Hjá stofnuninni starfa um 120 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðisvið.

Viðfangsefni Veðurstofu Íslands eru eðlisþættir jarðarinnar: Loft, vatn, snjór og jöklar, jörð og haf. Unnið er að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast meðal annars veðri, hafís, mengun, loftslagsbreytingum, ofanflóðum, jarðskjálftum, eldvirkni, hniki á yfirborði jarðar, vatnafari, jöklabúskap, hlaupum og flóðum.

Hlutverk stofnunarinnar er öflun, varðveisla, úrvinnsla og miðlun upplýsinga. Miðlunin er á formi tímaraða og korta, spáa, viðvarana, hættumats og almennra ráðlegginga. Þetta varðar samfélagslegt öryggi gagnvart náttúruvá og sjálfbæra nýtingu auðlinda.

Starfsemi Veðurstofu Íslands fer fram á fjórum sviðum: Athugana- og tæknisviði, Úrvinnslu- og rannsóknasviði, Eftirlits- og spásviði og Fjármála- og rekstrarsviði. Þrír fléttustjórar stýra verkefnum á vegum stofnunarinnar er varða náttúruvá, rannsóknir og þróun sem snerta kynningu og öflun tekna stofnunarinnar (sjá skipurit). Veðurstofa Íslands heyrir undir umhverfisráðuneytið.

Hér eru birt ýmis ágrip af sögu Veðurstofu Íslands, sjá vefflokka til vinstri.

Áhugi vakinn?
strákur blæs af krafti á rellu - þrjár litlar málmskálar snúast í hring
Á Vísindavöku í Hafnarhúsinu árið 2009. Ljósmynd: Guðrún Pálsdóttir.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica