Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðaustlæg átt 5-13 m/s og víða bjartviðri, en skýjað og stöku skúrir S- og A-til. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast á V-landi, en svalara með A-ströndinni.
Norðan 5-13 m/s á morgun og dálítil slydduél NA-lands, annars bjart með köflum en skúrir SA-til. Kólnar heldur fyrir norðan og austan.
Spá gerð: 26.05.2019 10:03. Gildir til: 28.05.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðan 8-15 m/s, hvassast A-til, og slydda eða snjókoma með köflum NA-lands. Víða bjart annars staðar, en líkur á skúrum allra syðst. Hiti frá frostmarki í innsveitum NA-til, upp í 11 stig syðra.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s og skúrir eða él NA-til, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):
Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en skýjað og þurrt með A-ströndinni. Heldur hlýnandi veður.

Á föstudag:
Austlæg átt og léttskýjað fyrir norðan, en skýjað með köflum syðra. Hiti 5 til 13 stig.

Á laugardag:
Útlit fyrir austlæga átt og rigningu S-lands, en þurrt annars staðar. Yfirleitt milt veður.
Spá gerð: 26.05.2019 08:26. Gildir til: 02.06.2019 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Rólegheitaveður í dag, skýjað að mestu sunnan- og austanlands og skúr á stöku stað. Sólríkt við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Fremur svalt veður norðaustanlands, en annars milt. Á morgun snýst í norðanátt og fer að kólna, skúrir eða jafn vel dálítil slydduél norðaustan til, skúraleiðingar á Suðausturlandi, en annars úrkomulítið. Lítur út fyrir að svöl norðanáttin haldi velli fram á uppstigningardag, en þá ætti aftur að lægja og hlýna.
Spá gerð: 26.05.2019 06:21. Gildir til: 27.05.2019 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica