Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Vestan 13-20 m/s á austurhelmingi landsins fram á kvöld og sums staðar snarpar vindhviður við fjöll. Lægir um landið vestanvert. Skúrir eða él á norðanverðu landinu, smáskúrir suðvestanlands, en léttskýjað suðaustantil. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Suðaustan 10-18 í nótt og rigning, en þurrt norðaustantil á landinu. Heldur hægari sunnanátt seinnipartinn á morgun og áfram vætusamt. Hiti 5 til 10 stig.
Spá gerð: 17.10.2018 10:51. Gildir til: 19.10.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðvestan 8-15 m/s og skúrir, en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Hiti 3 til 8 stig. Snýst í allhvassa suðaustanátt um kvöldið og fer að rigna sunnanlands.

Á laugardag:
Suðvestan hvassviðri eða stormur með rigningu, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á sunnudag:
Vestlæg átt og skúrir eða él, en léttskýjað austantil á landinu. Hiti 1 til 6 stig.

Á mánudag:
Fremur hæg vestlæg átt. Dálítil væta með suðurströndinni, en yfirleitt þurrt annars staðar á landinu og bjart norðaustantil. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og þurrt veður, en stöku él nyrst á landinu. Hiti kringum frostmark, en 3 til 5 stig með ströndinni að deginum.
Spá gerð: 17.10.2018 09:02. Gildir til: 24.10.2018 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Fremur hlýjar umhleypingar með suðlægum og vætusömum lægðagangi. Allhvasst eða hvasst á köflum og talsverð rigning, en mun minni úrkoma fyrir norðan og austan. Líkur á kólni eftir helgi, einkum um landið norðanvert með éljum, en áfram lægðagangur skammt suður af landinu og gætu úrkomusvæði þeirra náð inná á sunnanvert landið með rigningu.
Spá gerð: 17.10.2018 06:30. Gildir til: 18.10.2018 00:00.

Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica