Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Suðurland

Suðurland

Norðan 10-18 m/s og léttskýjað, en 8-15 síðdegis, hvassast undir Eyjafjöllum. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 17.02.2019 21:48. Gildir til: 19.02.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s og skýjað með köflum, en 15-23 með S-ströndinni þegar líður á daginn og stöku él syðst. Hiti 0 til 5 stig syðra, en frost annars 1 til 6 stig.

Á miðvikudag:
Gengur í austanstorm með talsverðri rigningu eða slyddu, en snjókomu til fjalla. Lengst af úrkomulítið fyrir norðan. Dregur talsvert úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Heldur hlýnandi veður.

Á fimmtudag og föstudag:
Allhvöss eða hvöss sunnanátt með rigningu, en þurrt að kalla fyrir norðan. Fremur hlýtt í veðri.

Á laugardag:
Útlit fyrir að lægi og kólni með slyddu eða snjókomu A-lands, en annars þurrt að kalla.

Á sunnudag:
Útlit fyrir hæga vinda og bjartviðri, en vaxandi suðaustanátt með rigningu eða slyddu SV-til um kvöldið.
Spá gerð: 17.02.2019 20:22. Gildir til: 24.02.2019 12:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica