Hafístilkynningar síðustu 30 daga

14. jan. 2019 14:42 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin virðist vera u.þ.b 65 Nm NV af Straumsnesfjalli. Þar sem NA-átt er í kortunum næstu daga er ekki gert ráð fyrir að ísinn komi nær landi í bili.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. jan. 2019 15:04 - Byggt á gervitunglamynd

Útbreiðsla hafíss er metin með myndum Sentinel1-gervitunglsins. Ísröndin er um 53 sml norðnorðvestur af Straumnesi. Suðvestan- og vestanáttir algengastar næstu daga þ.a. borgarís gæti nálgast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 53 sml norðnorðvestur af Straumnesi

24. des. 2018 16:41 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn virðist vera ca. 80 sjómólur NV af Barða þar sem hann er næst landi. Nýnyndun virðist allmikil og þéttleiki líka, einkum næst Grænlandi þar sem hann er víða orðinn landfastur.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

17. des. 2018 14:29 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglamyndum, teknar í dag 17. desember en vestasti hlutinn var myndaður 14. desember. Meginhafíisröndin er í um 110 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi. Næstu viku verður norðaustanátt ríkjandi á Grænlandssundi og ætla að hafísinn haldi sér á svipuðum slóðum eða færist nær Grænlandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica