Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

ANA-áttin í nótt hefur byggt upp vindfleka á SV-landi sem eru óstöðugir. Nokkur flekahlaup hafa fallið í Bláfjöllum, eitt undan snjóbíl. Hlánað hefur uppá fjallatoppa austanlands en vindflekar geta verið óstöðugir á Tröllaskaga. Vindflekar geta byggst hratt upp í NA-hríðarveðrinu á laugardagskvöld og orðið óstöðugir sun og mán.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 17. feb. 11:20

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Hæg vestlæg eða breytileg átt, léttir víða til og talsvert frost. Vaxandi norðaustanátt á morgun, þykknar upp og dregur úr frosti, 13-23 um kvöldið, hvassast syðst, með snjókomu eða slyddu á SA-verðu landinu og hlánar þar. Heldur hægari NV-til og dálítli él. Á sunnudag: Norðaustan 15-23 m/s, hvassast á Vestfjörðum og SA-landi og snjókoma eða skafrenningur, dálítil rigning eða slydda sunnan heiða framan af degi, en rofar síðan til þar. Hiti 0 til 5 stig S-lands, en annars vægt frost. Á mánudag: Norðan 13-20 m/s, hvassast austast. Snjókoms eða él, en léttskýjað syðra. Dregur talsvert úr vindi og ofankomu um kvöldið. Frost 0 til 8 stig, minnst syðst.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 15. feb. 22:48


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica