Spá um snjóflóðahættu
Mat á snjóflóðaaðstæðum
ANA-áttin í nótt hefur byggt upp vindfleka á SV-landi sem eru óstöðugir. Nokkur flekahlaup hafa fallið í Bláfjöllum, eitt undan snjóbíl. Hlánað hefur uppá fjallatoppa austanlands en vindflekar geta verið óstöðugir á Tröllaskaga. Vindflekar geta byggst hratt upp í NA-hríðarveðrinu á laugardagskvöld og orðið óstöðugir sun og mán.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 17. feb. 11:20
Snjóflóðaspá fyrir valin svæði 

Norðanverðir Vestfirðir
-
lau. 16. feb.
Nokkur hætta -
sun. 17. feb.
Töluverð hætta -
mán. 18. feb.
Nokkur hætta

Utanverður Tröllaskagi
-
lau. 16. feb.
Nokkur hætta -
sun. 17. feb.
Töluverð hætta -
mán. 18. feb.
Nokkur hætta

Austfirðir
-
lau. 16. feb.
Nokkur hætta -
sun. 17. feb.
Töluverð hætta -
mán. 18. feb.
Töluverð hætta
Veðurútlit með tilliti til snjóflóða
Hæg vestlæg eða breytileg átt, léttir víða til og talsvert frost.
Vaxandi norðaustanátt á morgun, þykknar upp og dregur úr frosti, 13-23 um kvöldið, hvassast syðst, með snjókomu eða slyddu á SA-verðu landinu og hlánar þar. Heldur hægari NV-til og dálítli él.
Á sunnudag:
Norðaustan 15-23 m/s, hvassast á Vestfjörðum og SA-landi og snjókoma eða skafrenningur, dálítil rigning eða slydda sunnan heiða framan af degi, en rofar síðan til þar. Hiti 0 til 5 stig S-lands, en annars vægt frost.
Á mánudag:
Norðan 13-20 m/s, hvassast austast. Snjókoms eða él, en léttskýjað syðra. Dregur talsvert úr vindi og ofankomu um kvöldið. Frost 0 til 8 stig, minnst syðst.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 15. feb. 22:48