Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. Snjóflóðahætta eykst á Vestfjörðum og Norðurlandi á sunnudag og mánudag í NA-hvassviðri eða stormi með talsverðri snjókomu, skafrenningi og tilheyrandi snjósöfnun. Ekki er búist við hættu í byggð til að byrja með en viðbúið að vegir lokist vegna snjóflóðahættu. Sjá nánar hér og hér.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 18. mar. 11:35

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Óvissustig er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. NA-hríð gengur yfir landið en hvassast verður á Vestfjörðum og norðanverðu landinu. Aðfaranótt mánudags bætir í vind og úrkomu, sérstaklega á vestur- og norðurhelmingi landsins. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi og taka gildi í dag og á morgun á vestanverðu landinu vegna NA-hríðar. Áframhaldandi NA-hríð á þriðjudag á Vestfjörðum
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 17. mar. 17:52


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar

Nýjar snjóflóðafréttir


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica