Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • fös. 26. apr.

    Nokkur hætta
  • lau. 27. apr.

    Nokkur hætta
  • sun. 28. apr.

    Nokkur hætta

Síðustu helgi hlánaði og allnokkur snjóflóð sáust á svæðinu. Skíðamaður setti af stað lítið flóð í Oddsskarði á sunnudag. Vot snjóflóð gætu fallið á næstu dögum. Mikill snjór er enn ofarlega í fjöllum og inn til landsins og gæti enn verið lagskipting í snjóþekjunni.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Mikill snjór er enn til fjalla en mikið hefur tekið upp á láglendi síðustu daga. Allnokkur snjóflóð féllu víða á svæðinu í hlákunni, m.a. eitt sem var sett af stað af skíðamanni í Oddsskarði á sunnudag. Búast má við að snjóþekjan styrkist smám saman eftir frost og þýðu, en þó gætu litlar votar spýjur fallið. Vindflekar gætu myndast í suðlægum viðhorfum um helgina.

Nýleg snjóflóð

Snjóflóð féllu víða í hlákunni um helgina.

Veður og veðurspá

Norðlægar áttir næstu daga og útlit fyrir snjókomu á laugardag. Kólnar á fimmtudag.

Spá gerð: 25. apr. 17:41. Gildir til: 26. apr. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica