Laus störf
Skjalastjori

Skjalastjóri

Á fjármála- og rekstrarsviði

Veðurstofa Íslands leitar eftir drífandi og áreiðanlegum einstaklingi í stöðu skjalastjóra

Starfið tilheyrir Fjármála- og rekstrarsviði Veðurstofu Íslands, sem auk þess að hafa umsjón með fjármálum í samræmi við fjárlög og fjárheimildir stofnunarinnar, þá ber sviðið ábyrgð á daglegum rekstri s.s. móttöku, skjalamálum, mötuneyti, rekstri fasteigna.

Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á að vera hluti af öflugum hópi starfsmanna fjármála- og rekstrarsviðs Veðurstofu Íslands, og krefst starfið góðrar samskiptahæfni og vilja til að taka þátt í umbótum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Bera ábyrgð á og framfylgja skjalastefnu Veðurstofunnar

  • Tryggja að skjala- og upplýsingastjórnun sé í samræmi við lög, reglur og reglugerðir

  • Hafa umsjón með rafrænu skjalstjórnunarkerfi stofnunarinnar

  • Hafa yfirsýn um uppbyggingu og aðgang starfsmanna

  • Gerð og umsjón geymslu- og grisjunaráætlunar

  • Tilkynna gagnagrunna til Þjóðskjalasafns Íslands

  • Þjálfun starfsmanna og kennsla á skjalastjórnunarkerfi

  • Önnur tilfallandi verkefni er lúta að skjalastjórnun, bókasafni og öðrum verkefnum sem til falla á sviðinu

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði skjalastjórnunar eða önnur menntun sem nýtist í starfi

  • Farsæl reynsla og þekking á rafrænum skjalastjórnunarkerfum

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu

  • Farsæl reynsla af meðhöndlun skjala og skráningu í rafræn skjalastjórnunarkerfi

  • Frumkvæði, ásamt færni í að leiða og samhæfa aðgerðir

  • Skipulögð og öguð vinnubrögð

  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á ensku og íslensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum

Hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um starf skjalastjóra

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 16.04.2024

Hægt er að sækja um starf hér.

Nánari upplýsingar veitir

Kristín Björg Árnadóttir, kristinar@vedur.is

Sími: 5226000

Borgar Ævar Axelsson, borgar@vedur.is

Sími: 5226000

Sækja um starf

Nýjar fréttir

Tíðarfar í apríl 2024

Apríl var kaldur um allt land, einkum á Norður- og Austurlandi. Óvenjuþurrt var í mánuðinum víða um land að undanskildu norðausturhorni landsins. Þar var tiltölulega snjóþungt fram eftir mánuði og töluvert um samgöngutruflanir. Mjög sólríkt var í Reykjavík. Lesa meira

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Uppfært 2. maí kl. 12:15

Áfram mælist landris við Svartsengi og hefur hraðinn haldist nokkuð stöðugur allt frá því í byrjun apríl (sjá mynd hér að neðan). Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að vísbendingar væru um að hægt hefði á því dagana á undan. Mælingar síðan þá sýna að hraðinn hefur haldist jafn ef horft er til síðustu vikna. Þrýstingur heldur því áfram að byggjast upp í kvikuhólfinu og líkur er á nýju kvikuhlaupi úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina.

Lesa meira

Síðasti vetrardagur er í dag

Íslenski veturinn, frá fyrsta vetrardegi 28. október 2023 til og með 24. apríl 2024 var kaldur. Meðalhiti á landsvísu var -0,2 stig sem er, -1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Íslenski veturinn hefur ekki verið eins kaldur síðan veturinn 1998-99. Að tiltölu var kaldara á norðanverðu landinu. En veður var almennt gott. Það var hægviðrasamt og illviðri tiltölulega fátíð. Veturinn var óvenjulega þurr og sólríkur suðvestanlands og er veturinn sá sólríkasti í Reykjavík frá upphafi mælinga.

Lesa meira

Árið 2023 var ár andstæðna í Evrópu

Evrópa er ekki undanskilin þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga. Hlýnun mælist hröðust í Evrópu, en hiti álfunnar hækkar tvöfalt á við hnattræna hlýnun. Árið 2023 mældist hiti í Evrópu 1,0 °C hærri en meðalhiti viðmiðunartímabilsins 1991-2020 og 2,6 °C hærri en fyrir iðnbyltingu. Ársmeðalhiti var yfir meðallagi í nær allri álfunni árið 2023, ef frá eru talin Skandinavía, Ísland og suðausturhluti Grænlands.

Lesa meira

Mánuður liðinn frá upphafi fjórða eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni

Í dag er liðinn einn mánuður frá upphafi eldgossins sem nú er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni. Eldgosið, sem hófst að kvöldi 16. mars, er það fjórða frá því að kvikusöfnun hófst undir Svartsengi í lok október 2023. Eldgosið nú hefur staðið lengst allra eldgosanna á Sundhnúksgígaröðinni í þessari hrinu eldgosa og næstlengst þeirra gosa sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðan 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra, en það stóð yfir í um 6 mánuði.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica