Hafístilkynningar síðustu 30 daga

24. apr. 2018 14:57 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er nú 80 sjómílur frá Straumnesvita. Byggt á gervitunglamyndum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. apr. 2018 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Þar sem skýjað hefur verið að undanförnu, þá er hafískort dönsku veðurstofunnar notað til hliðsjónar. Ekki er útilokað að einhvern ís sé að finna nær Íslandi en línan gefur til kynna en svo virðist sem hafísinn sé um 80 nM NV af Straumnesi og er það aðallega um vel brotinn ís og spangir að ræða.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. apr. 2018 16:37 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn er nú staddur um 65 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Skýjað hefur verið lengi á vestanverðu kortinu og því erfitt að segja til um hvar hafísjaðarinn liggur þar.
Útlit er fyrir að sunnan- og austlægar áttir verða ríkjandi næstu viku, og því má gera ráð fyrir að hafísinn færist nær Grænlandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. apr. 2018 13:55 - Byggt á gervitunglamynd

Frekar óljósar myndir af hafísnum síðustu daga, en áætlaður hafísjaðar er um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Norðaustlægar áttir verða ríkjandi næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica