Hafístilkynningar síðustu 30 daga

20. nóv. 2017 17:00 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á Sentinel-gervitunglamynd frá í morgun. Ísinn er mjög gisinn syðst, en þéttist þegar norðar dregur. Ísröndin var um 105 sjómílur norðvestur af Kögri.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. nóv. 2017 14:02 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað að mestu á Grænlandssundi og sést því lítið til sjávar, en með Sentinel-gervitunglamyndum má greina hafís við Grænland. Ísjaðar er um 127 sml norðnorðvestur af Kögri.
Einnig hafa sést stakir borgarsísjakar.
Spáð er vaxandi norðaustanátt næstu daga þ.a. ólíklegt er að borgarís nálgist landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 127 sml norðnorðvestur af Kögri

06. nóv. 2017 16:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Samkvæmt hafískortum frá norsku og dönsku veðurstofunum er ennþá lítill sem enginn samfelldur hafís á Grænlandssundi. Þó má búast við stöku jökum eða brotum og þá væntanlega einkum vestan miðlínu.
Spáð er breytilegri vindátt á Grænlandssundi næstu daga og ekki er útilokað að vindur færi jaka nær landi því inn á milli eru kaflar með suðvestanátt.

03. nóv. 2017 12:44 - Flug Landhelgisgæslunnar

Stór borgarísjaki á 66°54N 26°50. Nokkrir smærri stakir ísjakar á svæðinu.

Hnit á stökum hafís

  • 66.54N, 26.50W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

30. okt. 2017 13:10 - Óskilgreind tegund athugunar

Gervitunglamyndir gefa ekkert til kynna með tilliti til hafíss. Samkvæmt hafískorti Dönsku veðurstofunnar er lítið um ís á Grænlandssundi. Einhver nýmyndun á sér stað inná fjörðum og næst landi og stöku jakar skammt frá ströndinni. Sjá hafískort frá 24.10 hér http://www.dmi.dk/hav/groenland-og-arktis/iskort/oestgroenland/

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica