Skipurit Veðurstofu Íslands

skipurit

Veðurstofan heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Aðalstöðvar Veðurstofunnar eru í Reykjavík en starfsstöðvar eru einnig á Ísafirði og á Keflavíkurflugvelli. Þá starfa um 80 manns við vöktun og eftirlit víða um land.

Forstjóri Veðurstofunnar er Árni Snorrason.

Undir forstjóra Veðurstofunnar heyra mannauðsstjóri, Borgar Ævar Axelsson, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri, Sigurjón Árnason og lögfræðingur, Hrafnhildur Valdimarsdóttir..

Starfsemi Veðurstofunnar er skipulögð í formi fjögurra sviða. Það eru Athugana- og tæknisvið, Úrvinnslu- og rannsóknarsvið, Eftirlits- og spásvið, Fjármála- og rekstrarsvið. Framkvæmdastjórar ofangreindra sviða eru: Óðinn Þórarinsson, Jórunn Harðardóttir, Ingvar Kristinsson og Hafdís Karlsdóttir. Upplýsingatækni heyrir undir síðasttalda sviðið.

Að auki hefur Veðurstofan á að skipa náttúruvárstjóra og þróunarstjóra sem vinna þvert á svið með fagfólki. Þeir eru Sigrún Karlsdóttir, Theodór Freyr Hervarsson.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica