Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • sun. 28. apr.

    Lítil hætta
  • mán. 29. apr.

    Lítil hætta
  • þri. 30. apr.

    Lítil hætta

Mikið hefur tekið upp til fjalla í hláku síðustu helgi og snjóþekjan er talin nokkuð stöðug. Lítill snjór er til fjalla.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjórinn settist vel eftir hláku og rigningu um síðustu helgi og dægursveiflu síðan og er snjóþekjan talin nokkuð stöðug. Snjógryfja úr Hengli, 25. apríl sýndi jafnhita, stöðuga snjóþekju. Lítill snjór er til fjalla en þó nóg til þess að lítil lausaflóð geti fallið í sólbökuðum hlíðum.

Nýleg snjóflóð

Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð.

Veður og veðurspá

Austan 3-8 á sunnudag og stöku skúrir sunnantil. Hiti 7 til 12 stig, en allvíða líkur á næturfrosti.

Spá gerð: 27. apr. 14:12. Gildir til: 29. apr. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica